top of page
HUGRÆN SKIKKJA
Tilfinningar
þær eru þarna
innra með þér,
ekki flýja þær
leyfðu þeim að
umvefja þig,
kenna þér,
ylja og móta
sem manneskju.
Verk frá sýningunni Hugræn skikkja sem haldin var í Litla Gallerý 02.-05. desember 2021.
Hin hugræna skikkja er hluti af okkur, tákn fyrir allar tilfinningarnar sem við göngum í
gegnum, minningar og þá reynslu sem við berum á herðum okkar.
Skikkjan gerir okkur að því sem við erum. Ósýnileg veitir hún okkur huglægan kraft eins
og nýju fötin gáfu keisaranum á meðan hann trúði á þau. Skikkjan er í raun allt sem við leitum,
viljum og þurfum; kærleikurinn í eymdinni og félagi í einmannaleikanum.
Hún minnir okkur á eitt af því mikilvæga í lífinu, að elska sjálfan sig. Skikkjan veitir okkur vörn gegn áreiti, ver okkur fyrir illum (mis)sýnilegum öflum og sjálfsniðurbroti.
Á sama hátt og skikkjur eru tákn ofurhetja í myndasögum gerir Hugræn skikkja okkur öll að
hetjum í okkar eigin lífi.
Í verkunum má finna okkur sjálf, einhvern sem við elskum og/eða söknum.
Þetta erum við öll. Hetjur, umvafin hugrænum skikkjum.
Verkin eru öll orginal verk og því aðeins til eitt eintak af hverju. Verkin eru máluð með akríl.
Til þess að kaupa verk má gjarnan senda heiti verksins á sesseljathrastar@gmail.com
bottom of page